Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Ein breyting frá sigrinum á Eng­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn Jóhann Berg er á sínum stað.
Fyrirliðinn Jóhann Berg er á sínum stað. Catherine Ivill/Getty Images

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu frá sigrinum á Englandi. Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn í liðið fyrir Daníel Leó Grétarsson.

Ísland mætir Hollandi ytra klukkan 18.45 og verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. 

Lærisveinar Åge gerðu sér lítið fyrir og lögðu England 1-0 á uppseldum Wembley-leikvangi á dögunum. Nær allir sem byrjuðu þann leik byrja í kvöld en Åge gerir aðeins eina breytingu milli leikja. 

Það kemur á óvart að sjá Valgeir Lunddal koma inn fyrir Daníel Leó þar sem sá fyrrnefndi hefur að mestu leikið bakvörð á meðan Daníel Leó er miðvörður. Það má því reikna með að Valgeir Lunddal og Sverrir Ingi Ingason verði saman í miðverðinum í kvöld.

Þeir Kolbeinn Birgir Finnsson og Bjarki Steinn Bjarkason verða bakverðir, Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason á miðri miðjunni með Hákon Arnar Haraldsson í frjálsu hlutverki þar fyrir framan. 

Mikael Neville Anderson verður úti á hægri vængnum, Jón Dagur Þorsteinsson á þeim vinstri og Andri Lucas Guðjohnsen einn frammi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×