Fótbolti

Fóru yfir það besta frá „syni Haraldar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar í leik með Lille.
Hákon Arnar í leik með Lille. Vísir/Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson gekk í raðir franska efstu deildarliðsins Lille fyrir nýafstaðið tímabil. Eftir að gera það gott með FC Kaupmannahöfn í Danmörku þá átti hann erfitt uppdráttar fyrst um sinn í Frakklandi en sýndi hvað í sér bjó á síðari hluta tímabilsins.

Hákon Arnar varð 21 árs fyrr á árinu og var frábær í 1-0 sigri Íslands á Englandi á dögunum. Hann er svo að sjálfsögðu í byrjunarliði Íslands gegn Hollandi í kvöld.

Þessi ungi en stórskemmtilegi leikmaður varð tvöfaldur danskur meistari með FCK á síðasta ári og gekk í kjölfarið í raðir Lille. Þar var byrjaði hann af krafti á undirbúningstímabilinu en svo fjaraði aðeins undan þegar leiktíðin fór af stað.

Eðlilega tók það ungan leikmann smá tíma að aðlagast nýju liði, landi og umhverfi. Þó svo að bróðir hans hafi flutt með honum.

Alls spilaði Hákon Arnar 26 leiki í deildinni og skoraði tvö mörk. Þá gaf hann fjórar stoðsendingar í átta Sambandsdeildarleikjum ásamt því að skora þrjú og gefa tvær stoðsendingar í tveimur bikarleikjum.

Samfélagsmiðlastjóri Lille hefur skrúfað pressuna á íslenska landsliðsmanninum verulega upp fyrir komandi leiktíð þar sem aðgangur liðsins á X, áður Twitter, hefur tekið saman það besta frá „syni Haraldar“ á síðari hluta síðasta tímabils. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×