Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2024 17:31 Xavi Simons og Virgil van Dijk fagna fyrsta marki Hollendinga. Roy Lazet/Soccrates/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. Ísland byrjaði vel og virtist fullt sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Englandi. Íslenska liðið hélt boltanum vel fyrstu mínútur leiksins, en Hollendingar fundu þó taktinn eftir tæplega tíu mínútna leik. Eftir það var einstefna að marki Íslands það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Hollenska liðið var agað í sínum sóknaraðgerðum, en átti þó í nokkrum erfiðleikum með að skapa sér opin marktækifæri gegn þéttum varnarmúr Íslands. Andri Lucas Guðjohnsen í baráttu við Virgil van Dijk í leik kvöldsins.ANP via Getty Images Hollendingar náðu þó að brjóta ísinn þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Joey Veerman átti þá góða sendingu inn á teig sem Denzel Dumfries skallaði fyrir markið. Xavi Simons mætti á ferðinni og skilaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 1-0. Hollenska liðið hélt áfram að sækja, en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Ekki batnaði útlitið fyrir íslenska liðið í upphafi síðari hálfleiks. Þegar seinni hálfleikur var rétt tæplega fimm mínútna gamall fengu Hollendingar hornspyrnu og eftir stuttan darraðardans í teignum skallaði Virgil van Dijk boltann í netið. Eftir það komst meira jafnvægi á leikinn. Hollenska liðið skapaði sér ekki mörg færi næstu mínútur, en íslensku strákarnir náðu tveimur ágætum tilraunum á markið. Það voru þó Hollendingar sem skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark þegar Donyell Malen slapp einn inn fyrir vörnina á 79. mínútu og kláraði vel framhjá Hákoni í markinu aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Donyell Malen setti mark sitt á leikinn.Andre Weening/BSR Agency/Getty Images Hollendingar héldu svo að þeir væru búnir að bæta fjórða markinu við örfáum mínútum síðar þegar Memphis Depay kom boltanum í netið, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Micky van de Ven hafði handleikið knöttinn í aðdraganda marksins og það því dæmt af. Fjórða markið kom þó að lokum þegar varamaðurinn Wout Weghorst kláraði snyrtilega yfir Hákon í markinu í uppbótartíma. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu, en eftir stutta skoðun var dómnum breytt og markið fékk að standa. Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Hollendinga sem fara fullir sjálfstrausts inn á EM eftir tvo 4-0 sigra í röð. Wout Weghorst rak smiðshöggið.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Atvik leiksins Íslenska vörnin var nokkuð þétt framan af fyrri hálfleik og hollenska liðið skapaði sér í raun lítið um opin færi fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Augnablikskæruleysi í íslensku vörninni varð þó til þess að Xavi Simons braut ísinn og eins og við öll vitum þá breyta mörk leikjum. Hins vegar má einnig nefna skot Stefáns Teits Þórðarsonar í síðari hálfleik í umræðunni um atvik leiksins, í það minnsta ef við horfum á leikinn með íslensku gleraugunum. Þrumufleygur utan af velli þegar ekkert var að gerast sem small í stönginni. Eitthvað sem Stefán, og íslensku áhorfendurnir allir, hefðu gjarnan vilja sjá syngja í netinu. Stjörnur og skúrkar Það er erfitt að velja stjörnu úr íslenska liðinu eftir 4-0 tap. Jón Dagur Þorsteinsson átti fína spretti í íslenska liðinu og lætur alltaf finna fyrir sér þegar hann stígur inn á völlinn og þá átti Stefán Teitur ágætis innkomu fyrir liðið. Jón Dagur Þorsteinsson í leik kvöldsins.ANP via Getty Images Varnarlínan var hins vegar oft og tíðum í brasi. Mesta hættan skapaðist úti á hægri vængnum þegar Denzel Dumfries kom hlaupandi á blindu hliðina á Kolbeini Finnssyni sem átti í erfiðleikum framan af leik. Þá fékk Valgeir Lunddal ekki öfundsvert verkefni. Bakvörðurinn spilaði sem miðvörður í kvöld og átti ekki sinn besta leik, eins og svo sem fleiri í íslenska liðinu. Dómarinn Evangelos Manouchos og gríska dómarateymið átti sæmilegan leik í kvöld. Manouchos flautaði kannski helst til mikið, en annað var bara í lagi. Umgjörð og stemning Það var uppselt á De Kuip í Rotterdam í kvöld og hollenskir stuðningsmenn í góðum gír. Tónlistaratriði og reykvélar fyrir leik og ekki annað hægt að segja en að Hollendingarnir kunni þetta bara. Landslið karla í fótbolta Holland Fótbolti Tengdar fréttir Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. 10. júní 2024 21:06 „Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. 10. júní 2024 21:14 „Þreytumerki eftir að þeir skoruðu þriðja markið“ „Þetta var erfitt í kvöld, þeir eru drullu góðir. Fannst við inn í leiknum í langan tíma,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam. 10. júní 2024 21:20 „Þreytuleg mistök og fáum þrjú mörk á okkur í seinni“ Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki góða tilfinningu að þurfa að sækja boltann fjórum sinnum í eigið net í einum og sama leiknum. 10. júní 2024 21:24
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. Ísland byrjaði vel og virtist fullt sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Englandi. Íslenska liðið hélt boltanum vel fyrstu mínútur leiksins, en Hollendingar fundu þó taktinn eftir tæplega tíu mínútna leik. Eftir það var einstefna að marki Íslands það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Hollenska liðið var agað í sínum sóknaraðgerðum, en átti þó í nokkrum erfiðleikum með að skapa sér opin marktækifæri gegn þéttum varnarmúr Íslands. Andri Lucas Guðjohnsen í baráttu við Virgil van Dijk í leik kvöldsins.ANP via Getty Images Hollendingar náðu þó að brjóta ísinn þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Joey Veerman átti þá góða sendingu inn á teig sem Denzel Dumfries skallaði fyrir markið. Xavi Simons mætti á ferðinni og skilaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 1-0. Hollenska liðið hélt áfram að sækja, en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Ekki batnaði útlitið fyrir íslenska liðið í upphafi síðari hálfleiks. Þegar seinni hálfleikur var rétt tæplega fimm mínútna gamall fengu Hollendingar hornspyrnu og eftir stuttan darraðardans í teignum skallaði Virgil van Dijk boltann í netið. Eftir það komst meira jafnvægi á leikinn. Hollenska liðið skapaði sér ekki mörg færi næstu mínútur, en íslensku strákarnir náðu tveimur ágætum tilraunum á markið. Það voru þó Hollendingar sem skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark þegar Donyell Malen slapp einn inn fyrir vörnina á 79. mínútu og kláraði vel framhjá Hákoni í markinu aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Donyell Malen setti mark sitt á leikinn.Andre Weening/BSR Agency/Getty Images Hollendingar héldu svo að þeir væru búnir að bæta fjórða markinu við örfáum mínútum síðar þegar Memphis Depay kom boltanum í netið, en eftir skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Micky van de Ven hafði handleikið knöttinn í aðdraganda marksins og það því dæmt af. Fjórða markið kom þó að lokum þegar varamaðurinn Wout Weghorst kláraði snyrtilega yfir Hákon í markinu í uppbótartíma. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu, en eftir stutta skoðun var dómnum breytt og markið fékk að standa. Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Hollendinga sem fara fullir sjálfstrausts inn á EM eftir tvo 4-0 sigra í röð. Wout Weghorst rak smiðshöggið.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Atvik leiksins Íslenska vörnin var nokkuð þétt framan af fyrri hálfleik og hollenska liðið skapaði sér í raun lítið um opin færi fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Augnablikskæruleysi í íslensku vörninni varð þó til þess að Xavi Simons braut ísinn og eins og við öll vitum þá breyta mörk leikjum. Hins vegar má einnig nefna skot Stefáns Teits Þórðarsonar í síðari hálfleik í umræðunni um atvik leiksins, í það minnsta ef við horfum á leikinn með íslensku gleraugunum. Þrumufleygur utan af velli þegar ekkert var að gerast sem small í stönginni. Eitthvað sem Stefán, og íslensku áhorfendurnir allir, hefðu gjarnan vilja sjá syngja í netinu. Stjörnur og skúrkar Það er erfitt að velja stjörnu úr íslenska liðinu eftir 4-0 tap. Jón Dagur Þorsteinsson átti fína spretti í íslenska liðinu og lætur alltaf finna fyrir sér þegar hann stígur inn á völlinn og þá átti Stefán Teitur ágætis innkomu fyrir liðið. Jón Dagur Þorsteinsson í leik kvöldsins.ANP via Getty Images Varnarlínan var hins vegar oft og tíðum í brasi. Mesta hættan skapaðist úti á hægri vængnum þegar Denzel Dumfries kom hlaupandi á blindu hliðina á Kolbeini Finnssyni sem átti í erfiðleikum framan af leik. Þá fékk Valgeir Lunddal ekki öfundsvert verkefni. Bakvörðurinn spilaði sem miðvörður í kvöld og átti ekki sinn besta leik, eins og svo sem fleiri í íslenska liðinu. Dómarinn Evangelos Manouchos og gríska dómarateymið átti sæmilegan leik í kvöld. Manouchos flautaði kannski helst til mikið, en annað var bara í lagi. Umgjörð og stemning Það var uppselt á De Kuip í Rotterdam í kvöld og hollenskir stuðningsmenn í góðum gír. Tónlistaratriði og reykvélar fyrir leik og ekki annað hægt að segja en að Hollendingarnir kunni þetta bara.
Landslið karla í fótbolta Holland Fótbolti Tengdar fréttir Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. 10. júní 2024 21:06 „Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. 10. júní 2024 21:14 „Þreytumerki eftir að þeir skoruðu þriðja markið“ „Þetta var erfitt í kvöld, þeir eru drullu góðir. Fannst við inn í leiknum í langan tíma,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam. 10. júní 2024 21:20 „Þreytuleg mistök og fáum þrjú mörk á okkur í seinni“ Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki góða tilfinningu að þurfa að sækja boltann fjórum sinnum í eigið net í einum og sama leiknum. 10. júní 2024 21:24
Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. 10. júní 2024 21:06
„Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. 10. júní 2024 21:14
„Þreytumerki eftir að þeir skoruðu þriðja markið“ „Þetta var erfitt í kvöld, þeir eru drullu góðir. Fannst við inn í leiknum í langan tíma,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam. 10. júní 2024 21:20
„Þreytuleg mistök og fáum þrjú mörk á okkur í seinni“ Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki góða tilfinningu að þurfa að sækja boltann fjórum sinnum í eigið net í einum og sama leiknum. 10. júní 2024 21:24
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti