Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Sá sem beit mót­herja mætir ekki Ís­landi

Milutin Osmajic, samherji Stefáns Teits Þórðarsonar hjá enska B-deildarliðinu Preston, mun ekki mæta Stefáni á laugardaginn þegar Svartfjallaland og Ísland eigast við í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide fámall varðandi fram­tíð sína í starfi

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við ræðum það ekki við fjöl­miðla“

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í íslenska hópinn en Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land náði jafn­tefli gegn Spáni

Íslenska U-17 ára lið drengja í knattspyrnu gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Spán í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Báðar þjóðirnar höfðu þegar tryggt sér sæti í næsta stigi undankeppninnar fyrir leik kvöldsins en fyrsta sætið var engu að síður undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram­kvæmdir á Laugar­dals­velli: Sex vikur frá sáningu í full­kominn völl

Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Dómarinn í Laugar­dalnum fór ekki eftir vinnu­reglum

Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara kjaft­æði“

„Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Fótbolti