Fótbolti

Eig­andi Roma vill eignast Everton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dan Friedkin vill eignast Everton.
Dan Friedkin vill eignast Everton. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images

Dan Friedkin, eigandi ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma, vill bæta í safnið og taka yfir enska úrvalsdeildarfélagið Everton.

Bandaríski viðskiptajöfurinn Friedkin stefnir á það að ná samkomulagi um keup á 94 prósent hlut Farhad Moshiri í félaginu. Friedkin er metinn á 4,8 milljarða punda, sem samsvarar rétt tæplega 850 milljörðum íslenskra króna.

Friedkin er þó ekki sá eini sem sækist eftir því að eignast bláa liðið í Liverpool, en samkvæmt heimildum BBC stefnir MSP Sports Capital í samstarfi við kaupsýslumennina og Everton-stuðningsmennina Andy Bell og George Downing að því sama. MSP Sports Capital er fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í íþróttaliðum.

Þá eru þeir Michael Dell, framkvæmdarstjóri Dell Technologies, og Kenneth King, stjórnarformaður fjárfestingafyrirtækisins A Cap, einnig sagðir áhugasamir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×