Fótbolti

Danir lögðu Noreg í síðasta leik fyrir EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pierre Emile Højbjerg kom Dönum á bragðið.
Pierre Emile Højbjerg kom Dönum á bragðið. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Danir fara með sigur í farteskinu inn á Evrópumótið í fótbolta sem hefst næsta föstudag eftir að liðið lagði Norðmenn 3-1 í kvöld.

Pierre-Emile Højbjerg kom danska liðinu á bragðið strax á 12. mínútu áðu en Jannik Vestergaard tvöfaldaði forystu liðsins níu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Andreas Skov Olsen.

Erling Braut Haaland virtist svo vera búinn að minnka muninn fyrir norska liðið á 65. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Hann bætti þó upp fyrir það með því að skora löglegt mark sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Martin Ødegaard.

Varamaðurinn Yussuf Poulsen gulltryggði þó sigur danska liðsins með marki á 90. mínútu, aðeins um fimm mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum.

Niðurstaðan því 3-1 sigur Danmerkur sem fara með tvo sigurleiki í farteskinu inn á EM, en liðið vann einnig 2-1 sigur gegn Svíum síðastliðinn miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×