Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:31 Alls 22.472 Íslendingar fengu uppáskrifuð ADHD lyf í fyrra og 26.654 fengu uppáskrifuð svefnlyf. Vísir/Egill Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi. Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi.
Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira