Innlent

Ráðinn slökkvi­liðs­­stjóri á Suður­nesjum

Atli Ísleifsson skrifar
Eyþór Rúnar Þórarinsson.
Eyþór Rúnar Þórarinsson.

Stjórn Brunavarna Suðurnesja hefur ráðið Eyþór Rúnar Þórarinsson í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja og mun hann hefja störf sem slíkur á næstu dögum. Hann hefur starfaði í liðinu frá árinu 1999.

Á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja segir að Eyþór Rúnar hafi verið talinn vera hæfastur af þeim umsóknum sem bárust.

„Eyþór hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja árið 1999 og er hann löggiltur slökkviliðsmaður frá 2001, sjúkraflutningamaður B-I og P, kennsluréttindi frá sjúkraflutningaskólanum og leiðbeinandi frá Rauða Krossinum. 

Hann hefur starfað sem varðstjóri undanfarin ár. Stjórn BS óskar honum velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfs á komandi árum,“ segir í tilkynningunni.

Eyþór Rúnar tekur við stöðunni af Jóni Guðlaugssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×