Karabatic skaut niður markvörðinn í síðasta skoti ferilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 13:01 Nikola Karabatic var tolleraður af liðsfélögum sínum í Paris Saint Germain eftir leikinn. Getty/Catherine Steenkeste Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic endaði félagsliðaferil sinn í gær með því að verða franskur meistari með Paris Saint Germain. Þetta var sextándi franski meistaratitill hans og hann vann því alls 22 landstitla á 23 tímabilum sínum í atvinnumennsku. Sextán í Frakklandi, fjóra í Þýskalandi og tvo á Spáni. 𝑄𝑢𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑏𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑓𝑖𝑛 💫#LiquiMolyStarLigue | #MerciNiko pic.twitter.com/4XJTUKObjh— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) May 31, 2024 Karabatic lék sinn síðasta leik með PSG á móti Pays d'Aix í París í gærkvöldi. Liðið þurfti sigur til að tryggja sér franska titilinn og PSG vann leikinn 39-36. Karabatic á eftir að spila fleiri handboltaleiki á ferlinum því hann setur ekki skóna upp á hilluna fyrr en eftir Ólympíuleikana í París þar sem hann endar landsliðsferil sinn og um leið handboltaferilinn. 𝑄𝑢𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑏𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑓𝑖𝑛 💫#LiquiMolyStarLigue | #MerciNiko pic.twitter.com/4XJTUKObjh— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) May 31, 2024 Í leiknum í gærkvöldi fékk Karabatic tækifæri til að skora úr vítakasti 42 sekúndum fyrir leikslok. Það tókst ekki betur en svo að hann skaut þá niður markvörðinn Denis Serdarevic. Skaut beint í andlit Denis sem steinlá. Dómarar leiksins sýndu Karabatic þá miskunn og lyftu ekki rauða spjaldinu. Karabatic skaut engu að síður niður markvörðinn í síðasta skoti sínum með félagsliði á ferlinum. Þetta endaði þó ekki með rauðu spjaldi eins og hjá landa hans Zinedine Zidane á HM 2006. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. The last ever action in club handball of the GOAT, Nikola Karabatic, was this one😅#handball pic.twitter.com/fBYzV1VKRP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 31, 2024 Franski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Þetta var sextándi franski meistaratitill hans og hann vann því alls 22 landstitla á 23 tímabilum sínum í atvinnumennsku. Sextán í Frakklandi, fjóra í Þýskalandi og tvo á Spáni. 𝑄𝑢𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑏𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑓𝑖𝑛 💫#LiquiMolyStarLigue | #MerciNiko pic.twitter.com/4XJTUKObjh— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) May 31, 2024 Karabatic lék sinn síðasta leik með PSG á móti Pays d'Aix í París í gærkvöldi. Liðið þurfti sigur til að tryggja sér franska titilinn og PSG vann leikinn 39-36. Karabatic á eftir að spila fleiri handboltaleiki á ferlinum því hann setur ekki skóna upp á hilluna fyrr en eftir Ólympíuleikana í París þar sem hann endar landsliðsferil sinn og um leið handboltaferilinn. 𝑄𝑢𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑏𝑒𝑙𝑙𝑒 𝑓𝑖𝑛 💫#LiquiMolyStarLigue | #MerciNiko pic.twitter.com/4XJTUKObjh— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) May 31, 2024 Í leiknum í gærkvöldi fékk Karabatic tækifæri til að skora úr vítakasti 42 sekúndum fyrir leikslok. Það tókst ekki betur en svo að hann skaut þá niður markvörðinn Denis Serdarevic. Skaut beint í andlit Denis sem steinlá. Dómarar leiksins sýndu Karabatic þá miskunn og lyftu ekki rauða spjaldinu. Karabatic skaut engu að síður niður markvörðinn í síðasta skoti sínum með félagsliði á ferlinum. Þetta endaði þó ekki með rauðu spjaldi eins og hjá landa hans Zinedine Zidane á HM 2006. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. The last ever action in club handball of the GOAT, Nikola Karabatic, was this one😅#handball pic.twitter.com/fBYzV1VKRP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 31, 2024
Franski handboltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira