Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 08:01 Fyrir hálfu ári þurfti Birna Óladóttir að yfirgefa Grindavík þar sem hún hafði búið í 64 ár. Hún hefur ekki snúið til baka síðan daginn örlagaríka 10. nóvember. Vísir/Arnar Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 211 dagar eru liðnir frá því að fréttamaður hitti Birnu Óladóttur síðast þar sem hún bjó á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Það var að kvöldi þess 10. nóvember í fyrra, daginn sem rennur íbúum Grindavíkur sennilega seint úr minni. Þá var hún að búa sig undir að yfirgefa íbúðina sína sem hafði sem hafði orðið fyrir gífurlegum skemmdum eftir kröftuga og stanslausa jarðskjálfta. Það var um klukkustund áður en en til heildarrýmingar kom þegar ljóst var að stór kvikugangur hafði myndast undir bænum. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það eru engin orð sem lýsa því hvernig þetta var í Grindavík frá því klukkan fjögur um daginn,“ segir Birna þegar fréttastofa hitti hana aftur á dögunum til að rifja upp daginn örlagaríka. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Birnu þann 10. nóvember og þær skemmdir sem urðu á íbúð hennar. Fann ástina á vertíð Birna, sem er fædd og uppalin í Grímsey, stefndi sem unglingur á að fara í Háskólann á Laugum og læra að verða íþróttakennari. Hún ákvað þó að fara fyrst á vertíð í Grindavík til að safna sér pening fyrir náminu. Áætlanir hennar breyttust þó þegar hún kynntist verðandi eiginmanni sínum, Dagbjarti Einarssyni. Það má segja að ég sé enn á vertíð, er ekki enn farin í Laugaskóla. Ástin var bara svo heit. Dagbjartur lést fyrir sjö árum. Aðspurð um hvernig hann hefði tekið því sem gengið hefur á í Grindavík síðustu mánuði segir Birna að hann hefði án efa átt virkilega erfitt. „Hann var svo mikill Grindvíkingur að það er leitin að öðru eins. Hann hefði átt agalega bágt yfir þessu.“ Birna í íbúðinni sinni í Grindavík þann 10. nóvember. Eins og sést urðu gífurlegar skemmdir á eignum hennar en hún segir fyrir öllu að enginn hafi slasast.Vísir/Vilhelm Birna hafði búið í Grindavík í 64 ár þegar hún neyddist til að yfirgefa bæinn. Þrátt fyrir að vera vön jarðskjálftum voru atburðirnir 10. nóvember eitthvað sem hún segist aldrei hafa búist við því að upplifa. Hún á fjögur börn sem öll bjuggu í Grindavík og segir þau hafa verið á miklu flakki síðustu mánuði. „Dóttir mín hefur flutt fjórum sinnum og á eftir að flytja einu sinni enn. Hún er með börn og þetta hafa verið óteljandi erfiðleikar.“ Hún segist sætta sig við börnin sín starfi inni í Grindavík en líður ekki vel þegar þau sofa þar. „Yngsti sonur minn er með einhverja stæla og vill sofa heima. Ég er ekki sátt við það. Mér finnst það bara ekki sniðugt, þetta er svo hættulegt.“ Sjálf segist Birna „fréttasjúk“ og fylgist grannt með málefnum líðandi stundar og sérstaklega þeim sem viðkemur málefnum Grindavíkur. Þegar eldgos er yfirvofandi eða í gangi lætur kvíðinn á sér kræla. Hún er þó afar þakklát fyrir varnargarðana sem svo sannarlega hafa sannað gildi sitt. Finnst lífið yndislegt Birna hefur ekki komið til Grindavíkur síðan daginn örlagaríka í nóvember. Hún saknar helst samgangsins sem einkenndi samfélagið í bænum. „Ég hitti fullt af fólki á hverjum degi. Átti góða vini og kunningja. Svo þurfti maður ekki annað en að fara út í búð og þá þekkti maður annan hvern mann.“ Birna er einstaklega jákvæð og lætur ekki áskoranir síðasta hálfa árið stoppa sig í að njóta lífsins.Vísir/Arnar Aðspurð um hvernig henni finnst hafa verið haldið utan um málefni aldraðra í Grindavík segist hún ekki geta kvartað yfir neinu. Öllum hafi verið komið fyrir fljótt og vel. „Bæjarstjórinn og bæjarstjórnin öll, þetta er frábært fólk sem hefur staðið sig vel. Það er ekkert við þau að sakast, það eru frekar náttúruöflin.“ Birna hefur síðustu mánuði dvalið á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík þar sem henni líður mjög vel. „Það er svo gott starfsfólk hérna. Allur aðbúnaður góður og ofboðslega góður matur, bara svona heimilismatur. Það er svo vel hugsað um mann, góðar hjúkrunarkonur og fólkið sem vinnur í eldhúsinu. Það getur ekki verið betra held ég en að búa hér.“ Hún vill þó vera nær börnunum sínum og bíður eftir plássi á Nesjavöllum í Keflavík. Hugurinn leitar þó alltaf heim í Grindavík. „Mig tekur þetta ofboðslega sárt, en ég er bjartsýn. Ég fer aftur ef þetta kemst í samt lag eins og þetta var.“ Þegar Víðihlíð verður opnuð aftur hugsa ég að ég verði fyrst til að sækja um. Þessa dagana er hin 83 ára gamla Birna að jafna sig eftir slæmt lærbrot. Þrátt fyrir erfiðleikana undanfarna mánuði er hún ótrúlega bjartsýn og segist spennt fyrir framtíðinni. „Þó ég hafi fótbrotnað er ég nú að verða búin að afgreiða það. Það er langlífi í ættinni minni, föðuramma mín varð 101 árs. Ég er svo sem ekki að óska eftir því, en ég er alveg til í að lifa lengur. Mér finnst lífið yndislegt. Ég á svo góð börn, barnabörn og langömmubörn. Bara það er svo mikils virði.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Eldri borgarar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
211 dagar eru liðnir frá því að fréttamaður hitti Birnu Óladóttur síðast þar sem hún bjó á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Það var að kvöldi þess 10. nóvember í fyrra, daginn sem rennur íbúum Grindavíkur sennilega seint úr minni. Þá var hún að búa sig undir að yfirgefa íbúðina sína sem hafði sem hafði orðið fyrir gífurlegum skemmdum eftir kröftuga og stanslausa jarðskjálfta. Það var um klukkustund áður en en til heildarrýmingar kom þegar ljóst var að stór kvikugangur hafði myndast undir bænum. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það eru engin orð sem lýsa því hvernig þetta var í Grindavík frá því klukkan fjögur um daginn,“ segir Birna þegar fréttastofa hitti hana aftur á dögunum til að rifja upp daginn örlagaríka. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Birnu þann 10. nóvember og þær skemmdir sem urðu á íbúð hennar. Fann ástina á vertíð Birna, sem er fædd og uppalin í Grímsey, stefndi sem unglingur á að fara í Háskólann á Laugum og læra að verða íþróttakennari. Hún ákvað þó að fara fyrst á vertíð í Grindavík til að safna sér pening fyrir náminu. Áætlanir hennar breyttust þó þegar hún kynntist verðandi eiginmanni sínum, Dagbjarti Einarssyni. Það má segja að ég sé enn á vertíð, er ekki enn farin í Laugaskóla. Ástin var bara svo heit. Dagbjartur lést fyrir sjö árum. Aðspurð um hvernig hann hefði tekið því sem gengið hefur á í Grindavík síðustu mánuði segir Birna að hann hefði án efa átt virkilega erfitt. „Hann var svo mikill Grindvíkingur að það er leitin að öðru eins. Hann hefði átt agalega bágt yfir þessu.“ Birna í íbúðinni sinni í Grindavík þann 10. nóvember. Eins og sést urðu gífurlegar skemmdir á eignum hennar en hún segir fyrir öllu að enginn hafi slasast.Vísir/Vilhelm Birna hafði búið í Grindavík í 64 ár þegar hún neyddist til að yfirgefa bæinn. Þrátt fyrir að vera vön jarðskjálftum voru atburðirnir 10. nóvember eitthvað sem hún segist aldrei hafa búist við því að upplifa. Hún á fjögur börn sem öll bjuggu í Grindavík og segir þau hafa verið á miklu flakki síðustu mánuði. „Dóttir mín hefur flutt fjórum sinnum og á eftir að flytja einu sinni enn. Hún er með börn og þetta hafa verið óteljandi erfiðleikar.“ Hún segist sætta sig við börnin sín starfi inni í Grindavík en líður ekki vel þegar þau sofa þar. „Yngsti sonur minn er með einhverja stæla og vill sofa heima. Ég er ekki sátt við það. Mér finnst það bara ekki sniðugt, þetta er svo hættulegt.“ Sjálf segist Birna „fréttasjúk“ og fylgist grannt með málefnum líðandi stundar og sérstaklega þeim sem viðkemur málefnum Grindavíkur. Þegar eldgos er yfirvofandi eða í gangi lætur kvíðinn á sér kræla. Hún er þó afar þakklát fyrir varnargarðana sem svo sannarlega hafa sannað gildi sitt. Finnst lífið yndislegt Birna hefur ekki komið til Grindavíkur síðan daginn örlagaríka í nóvember. Hún saknar helst samgangsins sem einkenndi samfélagið í bænum. „Ég hitti fullt af fólki á hverjum degi. Átti góða vini og kunningja. Svo þurfti maður ekki annað en að fara út í búð og þá þekkti maður annan hvern mann.“ Birna er einstaklega jákvæð og lætur ekki áskoranir síðasta hálfa árið stoppa sig í að njóta lífsins.Vísir/Arnar Aðspurð um hvernig henni finnst hafa verið haldið utan um málefni aldraðra í Grindavík segist hún ekki geta kvartað yfir neinu. Öllum hafi verið komið fyrir fljótt og vel. „Bæjarstjórinn og bæjarstjórnin öll, þetta er frábært fólk sem hefur staðið sig vel. Það er ekkert við þau að sakast, það eru frekar náttúruöflin.“ Birna hefur síðustu mánuði dvalið á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík þar sem henni líður mjög vel. „Það er svo gott starfsfólk hérna. Allur aðbúnaður góður og ofboðslega góður matur, bara svona heimilismatur. Það er svo vel hugsað um mann, góðar hjúkrunarkonur og fólkið sem vinnur í eldhúsinu. Það getur ekki verið betra held ég en að búa hér.“ Hún vill þó vera nær börnunum sínum og bíður eftir plássi á Nesjavöllum í Keflavík. Hugurinn leitar þó alltaf heim í Grindavík. „Mig tekur þetta ofboðslega sárt, en ég er bjartsýn. Ég fer aftur ef þetta kemst í samt lag eins og þetta var.“ Þegar Víðihlíð verður opnuð aftur hugsa ég að ég verði fyrst til að sækja um. Þessa dagana er hin 83 ára gamla Birna að jafna sig eftir slæmt lærbrot. Þrátt fyrir erfiðleikana undanfarna mánuði er hún ótrúlega bjartsýn og segist spennt fyrir framtíðinni. „Þó ég hafi fótbrotnað er ég nú að verða búin að afgreiða það. Það er langlífi í ættinni minni, föðuramma mín varð 101 árs. Ég er svo sem ekki að óska eftir því, en ég er alveg til í að lifa lengur. Mér finnst lífið yndislegt. Ég á svo góð börn, barnabörn og langömmubörn. Bara það er svo mikils virði.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Eldri borgarar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira