Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 10:00 Kylian Mbappé er búinn að kveðja Paris Saint Germain en hann endaði sem markakóngur frönsku deildarinnar og sem franskur meistari. Markakóngur sjötta árið í röð, meistari þriðja árið í röð. AP/Michel Euler Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. Mbappé er þegar búinn að tilkynna það að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Hann er hins vegar ekki búinn að gefa það úr formlega hvað verður hans næsta félag. Mbappé hefur ekki vilja staðfesta félagsskipti sín í Real Madrid en hann fer á frjálsri sölu þar sem samningur hans við PSG rennur út um mánaðarmótin. Mbappé sagði í viðali við Sky Italia að hann hafi haldið með AC Milan þegar hann var yngri og að hann sé enn aðdáandi ítalska félagsins. „Við vitum ekki hvað gerist. Þegar ég var strákur þá hélt ég með AC Milan. Ég hef alltaf sagt það að ef ég enda einhvern tímann á Ítalíu þá ætla ég að spila fyrir AC Milan. Ég fylgist vel með ítölsku deildinni og missi ekki af leik með AC Milan. Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan einn daginn,“ sagði Kylian Mbappé. „Ég var í París. Nú fer ég í nýtt félag. Ég er mjög ánægður með það sem ég hef í dag,“ sagði Mbappé. „Ég á mér marga drauma og að vinna alla titla í boði. Núna með meiri reynslu þá vil ég gefa fólkinu sem horfir á mig góða tilfinningu. Fólkinu sem hefur fylgst með mér síðan ég var ungur strákur. Ég vil að þau njóti þess að horfa á mig spila. Það er markmiðið mitt núna,“ sagði Mbappé. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé: “Italian football? You never know what happens”, told Sky.“I was always saying: if I will go to Italy one day, I will go to Milan” 🔴⚫️“As a kid, I was big fan of AC Milan and I always watch Serie A, every Milan game”.“All my family, massive Milan fan!”. pic.twitter.com/T3UqpjhDgT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Mbappé er þegar búinn að tilkynna það að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Hann er hins vegar ekki búinn að gefa það úr formlega hvað verður hans næsta félag. Mbappé hefur ekki vilja staðfesta félagsskipti sín í Real Madrid en hann fer á frjálsri sölu þar sem samningur hans við PSG rennur út um mánaðarmótin. Mbappé sagði í viðali við Sky Italia að hann hafi haldið með AC Milan þegar hann var yngri og að hann sé enn aðdáandi ítalska félagsins. „Við vitum ekki hvað gerist. Þegar ég var strákur þá hélt ég með AC Milan. Ég hef alltaf sagt það að ef ég enda einhvern tímann á Ítalíu þá ætla ég að spila fyrir AC Milan. Ég fylgist vel með ítölsku deildinni og missi ekki af leik með AC Milan. Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan einn daginn,“ sagði Kylian Mbappé. „Ég var í París. Nú fer ég í nýtt félag. Ég er mjög ánægður með það sem ég hef í dag,“ sagði Mbappé. „Ég á mér marga drauma og að vinna alla titla í boði. Núna með meiri reynslu þá vil ég gefa fólkinu sem horfir á mig góða tilfinningu. Fólkinu sem hefur fylgst með mér síðan ég var ungur strákur. Ég vil að þau njóti þess að horfa á mig spila. Það er markmiðið mitt núna,“ sagði Mbappé. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé: “Italian football? You never know what happens”, told Sky.“I was always saying: if I will go to Italy one day, I will go to Milan” 🔴⚫️“As a kid, I was big fan of AC Milan and I always watch Serie A, every Milan game”.“All my family, massive Milan fan!”. pic.twitter.com/T3UqpjhDgT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira