Innlent

Vaktin: Virknin á svipuðum nótum í alla nótt

Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa
Svona er staðan á gosstöðvunum einum sólarhring síðan eldgosið hófst.
Svona er staðan á gosstöðvunum einum sólarhring síðan eldgosið hófst. Vísir/Vilhelm

Virkni í eldgosinu sem hófst nærri Sundhnúki norðan við Grindavík upp úr hádegi í gær hefur verið á svipuðum nótum í alla nótt. Hún er enn mest á nokkrum gosopum en erfitt að fullyrða hvað þau eru mörg vegna lélegs skyggnis.

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla sem barst um klukkan 5 í morgun.

„Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíuleytið í gærkvöldi. Unnt verður að meta betur virknina og hraunflæði þegar léttir til með morgninum,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni útsendingu úr vefmyndavélum Vísis hér fyrir neðan:

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×