Óvissa um hvalveiðar í sumar en ráðgjöf Hafró óbreytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 13:31 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi. Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn. Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn.
Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira