Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Ólafur Björn Sverrisson, Jón Þór Stefánsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. maí 2024 23:00 Íbúar í Bolungarvík sem fréttastofa hefur rætt við bíða þess að lögregla sendi frá sér tilkynningu um hvað gekk á í einbýlishúsi í bænum í dag. vísir/arnar Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar lögregla vettvang í einbýlishúsi á einni hæð við Hlíðarveg í Bolungarvík þar sem par hefur búið. Lögreglubílar með blikkandi ljós og sjúkrabíll renndu í hlað á sjöunda tímanum. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði staðfestir að mál sé til rannsóknar. Mbl.is greindi fyrst frá aðkomu tæknideildarinnar. Helgi lögreglustjóri vill hins vegar lítið sem ekkert tjá sig um málið. Það virðist til marks um alvarleika málsins að ákveðið var að óska eftir tæknideild lögreglu og það með hraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út. Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust lögreglumenn fara inn í húsið með því að fjarlægja spónaplötu sem sett var fyrir glugga í vetur þegar rúða sprakk í óveðri. „Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi lögreglustjóri spurður út í aðkomu tæknideildarinnar. Er um sakamál að ræða? „Ég vil ekki segja neitt meira á þessu stigi. Þetta er bara á algjöru frumstigi, mínir menn eru bara að vinna í því, ég gef þeim frið til að skoða aðeins áður en við gefum eitthvað upp.“ Er um viðkvæmt mál að ræða? „No comment.“ Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar barst þeim tilkynning um málið um klukkan átta. Tæknideild lögreglunnar var flogið með þyrlunni í framhaldinu. Ásgeir gat sömuleiðis ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. „Okkar hlutverk var bara að fljúga vestur,“ segir Ásgeir. Fréttin var uppfærð að morgni 28. maí og mynd sem þar var að finna af umræddu húsi fjarlægð. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á myndbirtingunni. Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar lögregla vettvang í einbýlishúsi á einni hæð við Hlíðarveg í Bolungarvík þar sem par hefur búið. Lögreglubílar með blikkandi ljós og sjúkrabíll renndu í hlað á sjöunda tímanum. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði staðfestir að mál sé til rannsóknar. Mbl.is greindi fyrst frá aðkomu tæknideildarinnar. Helgi lögreglustjóri vill hins vegar lítið sem ekkert tjá sig um málið. Það virðist til marks um alvarleika málsins að ákveðið var að óska eftir tæknideild lögreglu og það með hraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út. Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust lögreglumenn fara inn í húsið með því að fjarlægja spónaplötu sem sett var fyrir glugga í vetur þegar rúða sprakk í óveðri. „Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi lögreglustjóri spurður út í aðkomu tæknideildarinnar. Er um sakamál að ræða? „Ég vil ekki segja neitt meira á þessu stigi. Þetta er bara á algjöru frumstigi, mínir menn eru bara að vinna í því, ég gef þeim frið til að skoða aðeins áður en við gefum eitthvað upp.“ Er um viðkvæmt mál að ræða? „No comment.“ Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar barst þeim tilkynning um málið um klukkan átta. Tæknideild lögreglunnar var flogið með þyrlunni í framhaldinu. Ásgeir gat sömuleiðis ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. „Okkar hlutverk var bara að fljúga vestur,“ segir Ásgeir. Fréttin var uppfærð að morgni 28. maí og mynd sem þar var að finna af umræddu húsi fjarlægð. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á myndbirtingunni.
Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Sjá meira