Innlent

Breytingar í bor­holum á Reykja­nesi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
HS orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi.
HS orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi. vísir/vilhelm

Starfsfólk HS orku í Svartsengi var í morgun sent heim vegna breytinga í borholum. 

Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir þetta hafa verið gert í öryggisskyni þar sem slíkt hefur verið undanfari eldgoss á Reykjanesi. 

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir þó engar vísbendingar um kvikuhlaup og að rýmingar í Grindavík eða Bláa lóninu séu ekki fyrirhugaðar að svo stöddu, þó svo að HS orka hafi gripið til þessa öryggisráðstafana.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir að um hafi verið að ræða breytingar á þrýstingi á borholum. Ekki sé að sjá merki um aflögun eða aukna skjálftavirkni en það hefur einnig verið undanfari eldgoss auk breytinga í borholum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×