Innlent

Boða til blaða­manna­fundar vegna Grinda­víkur

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Á fundinum verða forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra. Málefni Grindavíkur verða til umræðu.

Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að á fundinum verði tillögur til stuðnings fyrirtækjum í Grindavík kynntar. Auk ráðherranna verður Gylfi Þór Þorsteinsson sem stýrir samhæfingu vegna Grindavíkur með tölu. 

Fundurinn fer fram í Björtuloftum í Hörpu klukkan 14.30 í dag og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Uppfært klukkan 14:42

Fundurinn frestast um einhverjar mínútur vegna umræðu á Alþingi um ný útlendingalög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×