Fótbolti

Fyrsta sumarmót ársins í opinni dag­skrá í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Það var nóg af fallegum tilþrifum í Víkinni um helgina þar sem Cheerios-mótið fór fram.
Það var nóg af fallegum tilþrifum í Víkinni um helgina þar sem Cheerios-mótið fór fram. @cheeriosmotid

Gleðin var við völd í Víkinni um helgina þegar ungir knattspyrnuiðkendur léku listir sínar á Cheerios-mótinu. Þáttur um mótið verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld.

Cheerios-mótið í Víkinni er fyrsta fótboltamót ársins sem fjallað er um í Sumarmótunum á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson er umsjónarmaður þáttarins. Stiklu úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Stikla fyrir Cheerios-mótið

Cheerios-mótið hefur farið fram árlega síðustu ár og á því kepptu börn í 6., 7. og 8. flokki, í fimm manna liðum sem raðað var eftir styrkleikaflokkum. Hvert lið fékk fékk að spila nokkra leiki en engin úrslitakeppni var á mótinu „enda erum við öll sigurvegarar“, eins og segir á heimasíðu mótsins.

Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20 á Stöð 2 Sport og er eins og fyrr segir í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×