Napoli í kapphlaupið um Albert Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 11:31 Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa í vetur og er kominn með 14 mörk í ítölsku A-deildinni. EPA-EFE/STRINGER Napoli hefur blandað sér í slaginn um Albert Guðmundsson, landsliðsmann í fótbolta, sem er eftirsóttur af bestu liðum Ítalíu eftir stórkostlega leiktíð með Genoa. Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto, sérfræðingur í félagaskiptafréttum, greinir frá þessu og segir að næsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Napoli, Giovanni Manna, sé mikill aðdáandi Alberts. 🚨 Napoli have joined the race to sign Albert Guðmundsson, who has courted interest from Inter and Juventus.He's scored 14 goals in Serie A for Genoa this season.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/h2QzoOK9YY— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 7, 2024 Giovanni Manna ku vera að leggja drög að því að gera Genoa tilboð í Albert en þessi 26 ára gamli leikmaður hefur skorað 14 mörk í ítölsku A-deildinni í vetur og er í 4. sæti yfir markahæstu menn leiktíðarinnar. Aðeins Lautari Martínez (23 mörk) hjá Inter, Dusan Vlahovic (16 mörk) hjá Juventus og Victor Osimhen (15 mörk), sem spilar einmitt með Napoli, hafa skorað fleiri. Moretto segir að Juventus hafi verið í beinu sambandi við Genoa síðustu vikur og að nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter fylgist einnig grannt með stöðunni en hafi ekki lagt fram tilboð enn sem komið er. Napoli varð Ítalíumeistari á síðustu leiktíð en lét svo stjórann Walter Mazzarri fara í febrúar eftir slæmt gengi á yfirstandandi leiktíð. Francesco Calzona, sem einnig stýrir Íslandsvinunum í slóvakíska landsliðinu, tók þá við Napoli en hefur einnig haldið áfram að þjálfa Slóvakíu sem spilar á EM í sumar. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Napoli. Napoli er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum og situr í 8. sæti ítölsku A-deildarinnar með 51 stig, þegar þrjár umferðir eru eftir. Ítalski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto, sérfræðingur í félagaskiptafréttum, greinir frá þessu og segir að næsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Napoli, Giovanni Manna, sé mikill aðdáandi Alberts. 🚨 Napoli have joined the race to sign Albert Guðmundsson, who has courted interest from Inter and Juventus.He's scored 14 goals in Serie A for Genoa this season.(Source: @MatteMoretto) pic.twitter.com/h2QzoOK9YY— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 7, 2024 Giovanni Manna ku vera að leggja drög að því að gera Genoa tilboð í Albert en þessi 26 ára gamli leikmaður hefur skorað 14 mörk í ítölsku A-deildinni í vetur og er í 4. sæti yfir markahæstu menn leiktíðarinnar. Aðeins Lautari Martínez (23 mörk) hjá Inter, Dusan Vlahovic (16 mörk) hjá Juventus og Victor Osimhen (15 mörk), sem spilar einmitt með Napoli, hafa skorað fleiri. Moretto segir að Juventus hafi verið í beinu sambandi við Genoa síðustu vikur og að nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter fylgist einnig grannt með stöðunni en hafi ekki lagt fram tilboð enn sem komið er. Napoli varð Ítalíumeistari á síðustu leiktíð en lét svo stjórann Walter Mazzarri fara í febrúar eftir slæmt gengi á yfirstandandi leiktíð. Francesco Calzona, sem einnig stýrir Íslandsvinunum í slóvakíska landsliðinu, tók þá við Napoli en hefur einnig haldið áfram að þjálfa Slóvakíu sem spilar á EM í sumar. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Napoli. Napoli er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum og situr í 8. sæti ítölsku A-deildarinnar með 51 stig, þegar þrjár umferðir eru eftir.
Ítalski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira