Innlent

Vara við því að fara gangandi að gosinu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Frá því 5. apríl hefur aðeins gosið úr einu gosopi.
Frá því 5. apríl hefur aðeins gosið úr einu gosopi. Skjáskot/Björn Steinbekk

Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að fara fótgangandi að gosstöðvum. Fram hefur komið í fréttum að líkur aukast með hverjum degi á að ný gossprungja opnist eða að nýtt eldgos hefjist. Vegna þess er fólk varað við því að fara fótgangandi.

Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær að eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og sé enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram haldið á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða.

Þar kom einnig fram að líkön geri ráð fyrir því að það magn kviku sem bæst hefur við kvikuhólfið í Svartsengi frá því að eldgosið hófst 16. mars nálgist nú 10 milljón rúmmetrar. Í fyrri atburðum hefur kvika hlaupið frá Svartsengi þegar á bilinu átta til 13 milljónir rúmmetrar hafa bæst við í kvikuhólfið frá síðasta kvikuhlaupi.


Tengdar fréttir

Enn kröftugt gos úr einum gíg

Enn gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Frá 5. apríl hefur aðeins gosið úr einum gíg í eldgosinu sem hófst þann 16. mars síðastliðinn. Myndatökumaðurinn Björn Steinbekk var á vettvangi í vikunni og myndaði gosið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×