Fótbolti

Júlíus Magnús­son með sitt fyrsta mark fyrir Fredrikstad

Siggeir Ævarsson skrifar
Júlíus Magnússon á fleygiferð
Júlíus Magnússon á fleygiferð Twitter@fredrikstadfk

Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad eru komnir áfram í norska bikarnum eftir 2-5 sigur gegn C-deildarliði Eik-Tonsberg. Júlíus opnaði markareikning sinn fyrir liðið þegar hann skoraði fjórða mark þess.

Fyrirfram var úrvalsdeildarlið Fredrikstad mun sigurstranglegra í leiknum en heimamenn frá Tonsberg náðu að jafna leikinn tvisvar áður en flóðgáttirnir brustu í seinni hálfleik. 

Júlíus skoraði fjórða markið á 78. mínútu og var þetta fyrsta mark hans fyrir Fredrikstad en hann gekk til liðs við norska liðið síðastliðið sumar frá uppeldisfélagi sínu Víkingi.

Norski bikarinn er aðeins rétt að byrja en þessi leikur var hluti af 2. umferð hans.


Tengdar fréttir

„Ef ég hefði þann eigin­leika líka væri ég mögu­lega að spila á hærra getu­stigi“

Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×