Innlent

Hafi líka reynt að bana eldri syni sínum

Árni Sæberg skrifar
Drengurinn lést á heimili fjölskyldunnar að Nýbýlavegi.
Drengurinn lést á heimili fjölskyldunnar að Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm

Kona sem ákærð hefur verið fyrir að verða sex ára syni sínum að bana á Nýbýlavegi í lok janúar sætir einnig ákæru fyrir að hafa reynt að myrða ellefu ára son sinn.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Hann segir ákæruna ekki enn hafa verið tekna fyrir hjá héraðsdómi en gögn málsins séu komin þangað frá Héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Efni ákærunnar hafi verið kynnt fyrir konunni í gær ásamt kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna. Konan hefur hingað til fallist á allar kröfur um gæsluvarðhald og gerði það sömuleiðis í gær.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar, að eldri bróðir hins látna hefði ekki verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 

Þau hafi verið þrjú í heimili og eldri sonurinn hafi verið á leið í skólann þegar móðurin hringdi sjálf í lögreglu til þess að tilkynna málið.


Tengdar fréttir

Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs

Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær.

Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 

Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur

Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×