„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald í gær vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni. Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni.
Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41