Samkennd og skólastarf Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 10:31 Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun