Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun