„Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. janúar 2025 09:30 Áramótin eru dýrmætur tími til endurskoðunar, þar sem einu tímaskeiði í lífi okkar er lokað og nýr kafli hefst með táknrænum hætti. Við þau tímamót nota margir tækifærið til að setja sér markmið fyrir nýtt ár með tilheyrandi áramótaheitum. Að baki þeirri endurskoðun býr sú sjálfsmynd að við séum gædd þeim verkfærum sem við þurfum til að breytast til batnaðar og að ná framförum í eigin lífi. Það er okkur nauðsynleg mannsmynd og án slíkrar trúar erum við föst í viðjum eigin vanda og vonlaus um að komast út úr þeim venjum sem valda okkur skaða. „Holdið“, „andinn“ og góður ásetningur Það er þó reynsla margra, að þrátt fyrir góðan vilja er auðvelt að hverfa aftur til fyrra lifnaðarhátta – sjálfsagi og góður ásetningur duga oft ekki til. Þessari þverstæðu lýsir Nýja testamentið með myndmáli „holds“ og „anda“ og innri átökum á milli þess sem við vitum í „andanum“ og því sem oft verður ofan á þegar „holdið“ fær að ráða. Í kennslu Jesú er þetta orðað með orðtakinu „andinn er reiðubúinn en holdið veikt“ og í kennslu Páls með þeirri þverstæðu að „holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu“. Mannsmynd Biblíunnar er raunsæ að því leyti að við sitjum uppi með „holdið“, og þó okkur sé lofað ýmsu við trúariðkun er það staðreynd að mannlegt eðli helst óbreytt. Leiðin til breytinga er samkvæmt Nýja testamentinu tvíþætt, annarsvegar er því haldið fram að vandinn okkar sé sjálfsmiðlægni og hinsvegar er því lofað að bænaiðkun og kærleiksþjónusta skilar árangri. Frumkirkjan kallaði þetta ástand að vera incurvatus in se, „kengboginn inn í sjálfan sig“ og nútíma sálfræði hefur staðfest þessi sannindi. Sú tilhneiging að hugsa of mikið um okkur sjálf er ekki einungis neikvæð fyrir sálarlífið, hún er sjúkdómsvaldandi. „Egó“ og sálfræðilegir kvillar Hugtakið „egó“, sem sálfræðingum er tíðrætt um frá dögum Freud og Jung, merkir á latínu einfaldlega „ég“ og á grísku, tungumáli Nýja testamentisins, er persónufornafnið einungis notað til áherslu. Frumlag sagna er á grísku innifalið í sögninni, form sagnarinnar segir hvert frumlagið er, og persónufornafnið ἐγώ er þá til áherslu. Þannig segir Jesús, „ég – ἐγώ – er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ og Páll leikur sér með hugtökin „egó“ og „hold“ í greiningu sinni á vanda mannkyns: „hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég“. Í febrúar birtist grein í sálfræðitímaritinu Psychology Today sem segir sjálfsmiðlægni vera rót alls ills þegar kemur að sálfræðilegum kvillum. Greinarhöfundur bendir á að það er sjaldan rætt um hversu margir sálfræðilegir kvillar hafa sjálflægar hugsanir sem einkenni eða orsök. Greinarhöfundur segir að kvillar á borð við fælni, kvíða, þráhyggju, depurð, fíkn og áfallaröskun hafa sjálfsmiðlægni að einkenni, og við persónuleikaraskanir gegna þær lykilhlutverki. Þá fullyrðir greinarhöfundur að „meðferð við þessum kvillum verði að innihalda leiðir til að minnka sjálflægar hugsanir“ – að finna leiðir til að sjá út fyrir okkur sjálf. Það gefur auga leið að það getum við ekki gert með því að hugsa betur, meira eða oftar um okkur sjálf, við þurfum á samfélagi að halda og við þurfum að gefa af okkur, bæði tíma og peninga. Að sjá út fyrir okkur sjálf Samfélag trúaðra, kirkjan, hefur þetta að meginmarkmiði og þetta er jafnframt höfuðmarkmið messunnar. Guðsþjónustur skiptist upp í messuliði sem hjálpa okkur til að sjá okkur sjálf í réttu ljósi, minna okkur á að líta til annarra og næra okkur til að geta elskað okkur sjálf og aðra. Orðið messa þýðir síðan að við erum send út til að elska og þjóna, messa er dregið af lokaorðum messunnar á latínu, ite, missa est, „farið, þið eruð send“. Ef vettvangur kirkjunnar dugar ekki til við að sjá út fyrir okkur sjálf, eru ótal félög á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að hjálpa öðrum, þar sem hægt er að bjóða fram þjónustu sína. Landsbjörg hefur á að skipa þúsundum „sjálfboðaliða í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum“ um land allt og yfirskrift þeirra er „Alltaf til taks er útaf bregður.“ Markmið Lions er „að tengja félagana böndum vináttu“ og að „hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi“. Kjörorð Rótarý er „þjónusta ofar eigin hag“ og í fjórprófinu er spurt: „Er það öllum til góðs?“. Á heimasíðu Kíwanis segir „Ef þú vilt láta gott af þér leiða og efla um leið þína þekkingu og getu er Kiwanis rétti vettvangurinn fyrir þig.“ Höfuðtilgangur 12 spora samtaka er að takast á við sjálfan sig og að styðja aðra til hins sama – að hjálpa öðrum – og Vini í bata er að finna í fjölmörgum kirkjum. Frímúrarareglan, Oddfellowreglan, Sam-frímúrarareglan, Roundtable, Amnesty, Unicef, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Píeta, Barnaheill, KFUM&K, ABC, UMFÍ, SÁÁ, RKÍ, og Ljósið eru dæmi um almannaheillafélög og stuðningssamtök, þar sem hægt er að gefa tíma og fé öðrum til heilla og sjálfum sér til bóta. Árangursríkasta áramótaheitið Nútíma sálfræði og kirkjan eru einhuga um þau sannindi að það er manninum til heilla að gefa af sér. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðar afleiðingar þess að sinna sjálfboðastörfum, en það bætir líkamlega og andlega heilsu, glæðir lífið tilgangi og gleði, og byggir upp vináttu við þau sem beita sér fyrir sama málefni. Það sama á við um að gefa fé til góðra málefna, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það er fjárfesting í lífsgleði og andlegri heilsu: „sælla er að gefa en þiggja“. Sá fyrirvari er þó á þessum rannsóknum, að hugur þarf að fylgja máli til að jákvæð áhrif örlætis skili sér. Þess vegna hefur helgihald það markmið að minna okkur á að temja okkur rétt hugarfar, þegar við erum send út til að elska og þjónusta náungann. Árangursríkasta áramótaheitið sem hægt er að strengja fyrir 2025 er að ganga til liðs við félagsskap, eða rækta þann sem þú tilheyrir fyrir, sem veitir þér tækifæri til að tengjast öðrum og láta gott af þér leiða. Það er jafnframt hluti af lausninni við því sjálflæga hugarfari sem einkennir og liggur að baki mörgum þeim sálfræðilegu kvillum sem við glímum við. Til að mega breytast þarf áherslan á „egó“ að víkja til að „við“ megum vaxa saman og dafna. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áramótin eru dýrmætur tími til endurskoðunar, þar sem einu tímaskeiði í lífi okkar er lokað og nýr kafli hefst með táknrænum hætti. Við þau tímamót nota margir tækifærið til að setja sér markmið fyrir nýtt ár með tilheyrandi áramótaheitum. Að baki þeirri endurskoðun býr sú sjálfsmynd að við séum gædd þeim verkfærum sem við þurfum til að breytast til batnaðar og að ná framförum í eigin lífi. Það er okkur nauðsynleg mannsmynd og án slíkrar trúar erum við föst í viðjum eigin vanda og vonlaus um að komast út úr þeim venjum sem valda okkur skaða. „Holdið“, „andinn“ og góður ásetningur Það er þó reynsla margra, að þrátt fyrir góðan vilja er auðvelt að hverfa aftur til fyrra lifnaðarhátta – sjálfsagi og góður ásetningur duga oft ekki til. Þessari þverstæðu lýsir Nýja testamentið með myndmáli „holds“ og „anda“ og innri átökum á milli þess sem við vitum í „andanum“ og því sem oft verður ofan á þegar „holdið“ fær að ráða. Í kennslu Jesú er þetta orðað með orðtakinu „andinn er reiðubúinn en holdið veikt“ og í kennslu Páls með þeirri þverstæðu að „holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu“. Mannsmynd Biblíunnar er raunsæ að því leyti að við sitjum uppi með „holdið“, og þó okkur sé lofað ýmsu við trúariðkun er það staðreynd að mannlegt eðli helst óbreytt. Leiðin til breytinga er samkvæmt Nýja testamentinu tvíþætt, annarsvegar er því haldið fram að vandinn okkar sé sjálfsmiðlægni og hinsvegar er því lofað að bænaiðkun og kærleiksþjónusta skilar árangri. Frumkirkjan kallaði þetta ástand að vera incurvatus in se, „kengboginn inn í sjálfan sig“ og nútíma sálfræði hefur staðfest þessi sannindi. Sú tilhneiging að hugsa of mikið um okkur sjálf er ekki einungis neikvæð fyrir sálarlífið, hún er sjúkdómsvaldandi. „Egó“ og sálfræðilegir kvillar Hugtakið „egó“, sem sálfræðingum er tíðrætt um frá dögum Freud og Jung, merkir á latínu einfaldlega „ég“ og á grísku, tungumáli Nýja testamentisins, er persónufornafnið einungis notað til áherslu. Frumlag sagna er á grísku innifalið í sögninni, form sagnarinnar segir hvert frumlagið er, og persónufornafnið ἐγώ er þá til áherslu. Þannig segir Jesús, „ég – ἐγώ – er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ og Páll leikur sér með hugtökin „egó“ og „hold“ í greiningu sinni á vanda mannkyns: „hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég“. Í febrúar birtist grein í sálfræðitímaritinu Psychology Today sem segir sjálfsmiðlægni vera rót alls ills þegar kemur að sálfræðilegum kvillum. Greinarhöfundur bendir á að það er sjaldan rætt um hversu margir sálfræðilegir kvillar hafa sjálflægar hugsanir sem einkenni eða orsök. Greinarhöfundur segir að kvillar á borð við fælni, kvíða, þráhyggju, depurð, fíkn og áfallaröskun hafa sjálfsmiðlægni að einkenni, og við persónuleikaraskanir gegna þær lykilhlutverki. Þá fullyrðir greinarhöfundur að „meðferð við þessum kvillum verði að innihalda leiðir til að minnka sjálflægar hugsanir“ – að finna leiðir til að sjá út fyrir okkur sjálf. Það gefur auga leið að það getum við ekki gert með því að hugsa betur, meira eða oftar um okkur sjálf, við þurfum á samfélagi að halda og við þurfum að gefa af okkur, bæði tíma og peninga. Að sjá út fyrir okkur sjálf Samfélag trúaðra, kirkjan, hefur þetta að meginmarkmiði og þetta er jafnframt höfuðmarkmið messunnar. Guðsþjónustur skiptist upp í messuliði sem hjálpa okkur til að sjá okkur sjálf í réttu ljósi, minna okkur á að líta til annarra og næra okkur til að geta elskað okkur sjálf og aðra. Orðið messa þýðir síðan að við erum send út til að elska og þjóna, messa er dregið af lokaorðum messunnar á latínu, ite, missa est, „farið, þið eruð send“. Ef vettvangur kirkjunnar dugar ekki til við að sjá út fyrir okkur sjálf, eru ótal félög á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að hjálpa öðrum, þar sem hægt er að bjóða fram þjónustu sína. Landsbjörg hefur á að skipa þúsundum „sjálfboðaliða í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum“ um land allt og yfirskrift þeirra er „Alltaf til taks er útaf bregður.“ Markmið Lions er „að tengja félagana böndum vináttu“ og að „hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi“. Kjörorð Rótarý er „þjónusta ofar eigin hag“ og í fjórprófinu er spurt: „Er það öllum til góðs?“. Á heimasíðu Kíwanis segir „Ef þú vilt láta gott af þér leiða og efla um leið þína þekkingu og getu er Kiwanis rétti vettvangurinn fyrir þig.“ Höfuðtilgangur 12 spora samtaka er að takast á við sjálfan sig og að styðja aðra til hins sama – að hjálpa öðrum – og Vini í bata er að finna í fjölmörgum kirkjum. Frímúrarareglan, Oddfellowreglan, Sam-frímúrarareglan, Roundtable, Amnesty, Unicef, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Píeta, Barnaheill, KFUM&K, ABC, UMFÍ, SÁÁ, RKÍ, og Ljósið eru dæmi um almannaheillafélög og stuðningssamtök, þar sem hægt er að gefa tíma og fé öðrum til heilla og sjálfum sér til bóta. Árangursríkasta áramótaheitið Nútíma sálfræði og kirkjan eru einhuga um þau sannindi að það er manninum til heilla að gefa af sér. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðar afleiðingar þess að sinna sjálfboðastörfum, en það bætir líkamlega og andlega heilsu, glæðir lífið tilgangi og gleði, og byggir upp vináttu við þau sem beita sér fyrir sama málefni. Það sama á við um að gefa fé til góðra málefna, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það er fjárfesting í lífsgleði og andlegri heilsu: „sælla er að gefa en þiggja“. Sá fyrirvari er þó á þessum rannsóknum, að hugur þarf að fylgja máli til að jákvæð áhrif örlætis skili sér. Þess vegna hefur helgihald það markmið að minna okkur á að temja okkur rétt hugarfar, þegar við erum send út til að elska og þjónusta náungann. Árangursríkasta áramótaheitið sem hægt er að strengja fyrir 2025 er að ganga til liðs við félagsskap, eða rækta þann sem þú tilheyrir fyrir, sem veitir þér tækifæri til að tengjast öðrum og láta gott af þér leiða. Það er jafnframt hluti af lausninni við því sjálflæga hugarfari sem einkennir og liggur að baki mörgum þeim sálfræðilegu kvillum sem við glímum við. Til að mega breytast þarf áherslan á „egó“ að víkja til að „við“ megum vaxa saman og dafna. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun