Fótbolti

Jón Dagur lagði upp bæði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur og liðsfélagar fagna.
Jón Dagur og liðsfélagar fagna. OH Leuven

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp bæði mörk OH Leuven í 2-1 sigri á „toppliði“ Gent.

Íslenski landsliðsmaðurinn var hluti af tveggja manna framlínu Leuven í dag og reyndist Gent erfiður ljár í þúfu. Mathieu Maertens skoraði bæði mörk Leuven, það fyrra eftir sendingu Jón Dags á 23. mínútu og það síðara á 37. mínútu. Í millitíðinni jafnaði Gent metin en það kom ekki að sök í dag.

Alls eru þrjú umspil í Belgíu. Eitt sem ákveður hvaða lið verður meistari, annað sem ákveður hvaða lið falla og eitt fyrir liðin sem hafa að litlu sem engu að keppa. Það eru liðin í 7. til 12 sæti og er Leuven í því umspili.

Liðið sem endar efst í því umspili fer í úrslitaleik um sæti í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næstu leiktíð. Leuven er nú í 4. sæti þess umspils með samtals 19 stig, ellefu minna en Gent sem er á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×