Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 16:16 Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú. Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú.
Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent