Fótbolti

Allt hvítt nokkrum tímum fyrir leik á Akur­eyri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Töluvert af snjó er á Akureyri.
Töluvert af snjó er á Akureyri. Skjáskot

KA leikur sinn fyrsta leik í Bestu deild karla í dag þegar liðið tekur á móti HK á Akureyri. Á KA-vellinum voru aðstæður í morgun þó ekki eins og best verður á kosið til að spila fótbolta.

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í gær þegar Víkingur lagði Stjörnuna 2-0 á heimavelli sínum í Fossvoginum. Í dag fara síðan fram fjórir leikir og verða þeir allir í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2.

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA birti í morgun myndband á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sýndi frá því þegar verið var að blása snjó úr sætum í stúkunni á KA-vellinum. Snjór er yfir vellinum sjálfum sömuleiðis og ljóst að KA-menn munu hafa nóg að gera við undirbúning vallarsvæðisins áður en leikurinn verður flautaður á klukkan 13:00.

„Eins og góður maður sagði þá er veður einfaldlega hugarástand, smá kakó og þetta verður veisla,“ skrifar Sævar í færslu sinni.

Leik KA og HK var flýtt um fjóra tíma vegna slæmrar veðurspár á Akureyri en hann átti upphaflega að hefjast klukkan 17:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×