Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2024 23:00 Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að fylgjast þurfi vel með hópamyndun unglinga. Vísir/Arnar Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. Fyrir um ári síðan fóru þeir sem starfa með og í kringum unglinga að verða varir við aukna hópamyndun við verslunarkjarna í borginni og víðar. „Þetta eru orðnir stærri hópar af krökkum að koma. Meira kannski hópar, ekki einhver einn hópur úr ákveðnu hverfi, heldur eru þau að koma stök eða fá úr mörgum hverfum og sveitarfélögum að hittast á einhverjum ákveðnum stað. Mörg bara forvitin en inni í þessum hóp er líka mikil áhættuhegðun. Þannig við höfum miklar áhyggjur af því hvað gerist í kringum þennan hóp þegar hann er eftirlitslaus.“ segir Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði. Hann segir að um fólk á allskonar aldri sé að ræða en aðalhópurinn séu börn frá 7. upp í 10. bekk grunnskóla. „Þeirra tengslanet er orðið miklu stærra heldur en það var bara í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að þau sjá eitthvað á TikTok eða sjá eitthvað á Instagram sem er spennandi. Það er stór hópur að hittast í Skeifunni eða stór hópur að hittast í Kringlunni og þau langar bara til að vera hluti af því.“ Ofbeldismál og neysla Kári fer fyrir Flotanum sem er sameiginlegt vettvangsstarf frístundamiðstöðva í Reykjavík. Hann er jafnframt verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hann segir hópamyndun ekki alltaf neikvæða en að fylgjast þurfi vel með henni. „Þetta eru ekkert allt hópar af krökkum sem eru að koma í Kringluna og Skeifuna að gera eitthvað neikvætt en þarna þurfum við að standa svolítið þétt saman og fylgjast með að allt fari vel fram. Vegna þess að því miður dragast síðan að eldri einstaklingar sem að reyna að ná til þeirra með allskonar annarlegar ástæður fyrir því.“ Þá sé eitt af því sem fylgi hópamynduninni drykkja unglinga. „Við erum allt í einu farin að sjá landa aftur og landabrúsa og krakka komna með landa. Neikvæðu hliðarnar af þessu eru ofbeldismál og neysla og ekkert endilega bara áfengi heldur líka annað. Þannig að inni í þessum hópi eru krakkar í mjög viðkvæmri stöðu sem eru bara ekki á góðum stað,“ segir hann. Ýmis alvarleg mál hafi komið upp í kringum hópana sem hafa myndast. „Alvarlegustu atvikin eru bara mjög þung neyslumál þar sem krakkarnir eru bara meðvitundarlausir og við höfum átt í erfiðleikum með að finna út hvaðan þeir koma. Síðan gróf ofbeldismál þar sem þau eru kannski að útkljá mál sín á milli.“ Ýmsir hlutir sem þarf að skerpa á eftir Covid Þá hafa sum foreldrafélag grunnskólanna endurvakið foreldrarölt í hverfunum og segir Kári það mikilvægan þátt í að sporna gegn því ástandi sem myndast hefur. „Öryggistilfinningin í hverfinu verður svo mikil. Fullorðnir aðilar sem eru í einhverjum annarlegum tilgangi að koma inn í hverfin, þetta hefur fælingarmát gagnvart þeim að þeir sjái og viti að það er virkt foreldrarölt.“ Foreldrar þurfi að átta sig á að hópamyndunin eigi sér ekki bara stað á kvöldin heldur einnig fyrr á daginn. Þá sé mikilvægt að foreldrar séu vakandi. „Við þurfum líka bara sem foreldri, ég sjálfur foreldri, að átta mig á því þekki ég vinahóp stráksins míns. Þekki ég þau sem eru í kringum hann. Þekki ég foreldrana. Þetta eru kannski hlutir sem eru svolítið búnir að gleymast sem var held ég sterkari fyrir Covid.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Áfengi og tóbak Lögreglumál Tengdar fréttir Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. 23. mars 2024 10:08 Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 23. mars 2024 09:03 Sérsveitin kölluð til og maður handtekinn í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu. 23. mars 2024 01:07 Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. 20. ágúst 2023 08:34 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fyrir um ári síðan fóru þeir sem starfa með og í kringum unglinga að verða varir við aukna hópamyndun við verslunarkjarna í borginni og víðar. „Þetta eru orðnir stærri hópar af krökkum að koma. Meira kannski hópar, ekki einhver einn hópur úr ákveðnu hverfi, heldur eru þau að koma stök eða fá úr mörgum hverfum og sveitarfélögum að hittast á einhverjum ákveðnum stað. Mörg bara forvitin en inni í þessum hóp er líka mikil áhættuhegðun. Þannig við höfum miklar áhyggjur af því hvað gerist í kringum þennan hóp þegar hann er eftirlitslaus.“ segir Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði. Hann segir að um fólk á allskonar aldri sé að ræða en aðalhópurinn séu börn frá 7. upp í 10. bekk grunnskóla. „Þeirra tengslanet er orðið miklu stærra heldur en það var bara í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að þau sjá eitthvað á TikTok eða sjá eitthvað á Instagram sem er spennandi. Það er stór hópur að hittast í Skeifunni eða stór hópur að hittast í Kringlunni og þau langar bara til að vera hluti af því.“ Ofbeldismál og neysla Kári fer fyrir Flotanum sem er sameiginlegt vettvangsstarf frístundamiðstöðva í Reykjavík. Hann er jafnframt verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hann segir hópamyndun ekki alltaf neikvæða en að fylgjast þurfi vel með henni. „Þetta eru ekkert allt hópar af krökkum sem eru að koma í Kringluna og Skeifuna að gera eitthvað neikvætt en þarna þurfum við að standa svolítið þétt saman og fylgjast með að allt fari vel fram. Vegna þess að því miður dragast síðan að eldri einstaklingar sem að reyna að ná til þeirra með allskonar annarlegar ástæður fyrir því.“ Þá sé eitt af því sem fylgi hópamynduninni drykkja unglinga. „Við erum allt í einu farin að sjá landa aftur og landabrúsa og krakka komna með landa. Neikvæðu hliðarnar af þessu eru ofbeldismál og neysla og ekkert endilega bara áfengi heldur líka annað. Þannig að inni í þessum hópi eru krakkar í mjög viðkvæmri stöðu sem eru bara ekki á góðum stað,“ segir hann. Ýmis alvarleg mál hafi komið upp í kringum hópana sem hafa myndast. „Alvarlegustu atvikin eru bara mjög þung neyslumál þar sem krakkarnir eru bara meðvitundarlausir og við höfum átt í erfiðleikum með að finna út hvaðan þeir koma. Síðan gróf ofbeldismál þar sem þau eru kannski að útkljá mál sín á milli.“ Ýmsir hlutir sem þarf að skerpa á eftir Covid Þá hafa sum foreldrafélag grunnskólanna endurvakið foreldrarölt í hverfunum og segir Kári það mikilvægan þátt í að sporna gegn því ástandi sem myndast hefur. „Öryggistilfinningin í hverfinu verður svo mikil. Fullorðnir aðilar sem eru í einhverjum annarlegum tilgangi að koma inn í hverfin, þetta hefur fælingarmát gagnvart þeim að þeir sjái og viti að það er virkt foreldrarölt.“ Foreldrar þurfi að átta sig á að hópamyndunin eigi sér ekki bara stað á kvöldin heldur einnig fyrr á daginn. Þá sé mikilvægt að foreldrar séu vakandi. „Við þurfum líka bara sem foreldri, ég sjálfur foreldri, að átta mig á því þekki ég vinahóp stráksins míns. Þekki ég þau sem eru í kringum hann. Þekki ég foreldrana. Þetta eru kannski hlutir sem eru svolítið búnir að gleymast sem var held ég sterkari fyrir Covid.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Áfengi og tóbak Lögreglumál Tengdar fréttir Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. 23. mars 2024 10:08 Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 23. mars 2024 09:03 Sérsveitin kölluð til og maður handtekinn í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu. 23. mars 2024 01:07 Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. 20. ágúst 2023 08:34 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. 23. mars 2024 10:08
Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 23. mars 2024 09:03
Sérsveitin kölluð til og maður handtekinn í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu. 23. mars 2024 01:07
Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. 20. ágúst 2023 08:34