Vill meiri og betri löggæslu í Mýrdalshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2024 13:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem biður um betri og meiri löggæslu í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru. Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“