Skrapp til Grindavíkur og uppgötvaði stórtækan þjófnað Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 11:21 Jón kemur alltaf við á byggingarlóðinni þegar hann á leið um Grindavík, en hann tók eftir því að eitthvað var að í þetta skipti. Vísir/Arnar Járnmottum sem voru í Grindavík og í eigu byggingafyrirtækisins Bláhæðar hefur verið stolið. Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira