Fótbolti

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Ingvi mætti fyrstur í vitðal eftir grátlegt tap gegn Úkraínu.
Arnór Ingvi mætti fyrstur í vitðal eftir grátlegt tap gegn Úkraínu. Mateusz Birecki/Getty Images)

„Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

„Við misstum sjálfstraustið að þora halda í boltann. Hættum að treysta sjálfum okkur fyrir þessu. Það var margt sem fór úrskeiðis,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

Arnór Ingvi átti fínan leik á miðju Íslands sem leiddi 1-0 með góðu marki Alberts Guðmundssonar. Í síðari hálfleik átti Ísland ekki mörg svör við leik Úkraínu og fór það svo að Úkraína vann leikinn 2-1 og er á leiðinni á EM.

„Þegar þeir komast í 2-1 er þetta mjög þungt. Fórum að reyna halda meira í boltann og sköpuðum einhver færi. Vantaði herslumuninn. Mikael var ná skalla eftir fyrirgjöf frá Kolbeini. Ekki mikið meir það.“

„Má segja það,“ sagði Arnór Ingvi að endingu aðspurður hvort þetta væri mest svekkjandi tapið á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×