Innlent

Tveir fluttir með sjúkra­flugi eftir harðan á­rekstur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Norðurlandi vestra birti þessa mynd með tilkynningu sinni.
Lögreglan á Norðurlandi vestra birti þessa mynd með tilkynningu sinni. Lögreglan á Norðurlandi vestra

Harður árekstur varð á þjóðvegi 1 á fimmta tímanum í dag, um 20 kílómetra frá Blönduósi. Tveir voru fluttir slasaðir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Þar segir að slysið, sem var árekstur bíla sem komu úr gagnstæðri átt, hafi orðið á móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra, en bærinn er um 20 kílómetra norðvestur af Blönduósi. Tvær manneskjur voru í hvorum bíl. 

„Tveir slasaðir voru fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli til Reykjavíkur og tveir með sjúkrabifreið einnig til Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja til um meiðsl fólksins á þessu stigi. Blönduóssflugvöllur var lokaður vegna snjóalaga en opnaður með snjómoksturstækjum um leið og fréttist af slysinu. Tildrög slyssins eru í rannsókn,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×