Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 13:43 Flugvél með merkjum Ernis á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“ Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“
Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38