Baltasar sleginn yfir hestamálinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 14:12 Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli. Vísir/Vilhelm Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37