Innlent

Hvorki sak­borningur né fórnar­lamb kannast við skotárásina

Árni Sæberg skrifar
Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal.
Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar

Ungur karlmaður sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðasta árs þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Sá sem varð fyrir skoti í árásinni kvaðst ekkert muna eftir árásinni.

Þetta segir í frétt í Ríkisútvarpsins um upphaf aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins á hendur Shokri Keryo, sænsks karlmanns á þrítugsaldri. 

Honum er gefið að sök að hafa reynt að verða mönnum að bana með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum mönnum. Keryo neitaði alfarið sök þegar málið var þinglýst í byrjun febrúar.

Ríkisútvarpið hefur eftir Keryo að hann hafi aldrei séð byssu í bílnum, hann hafi ekkert kannast við mennina sem skotið var að og hefði ekkert haft við þá að sakast. Þó hefði hann talið að til stæði að slást við mennina, sem hafi verið mjög ógnandi.

Gabríel man ekki neitt

Einn varð fyrir skoti í árásinni. Gabríel Duane Boama, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarin ár, hlaut skotsár á kálfa í árásinni en særðist ekki alvarlega.

Hann gaf skýrslu sem vitni fyrir dómi í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir honum að hann muni ekkert eftir árásinni, viti ekkert um hana og að hann kannist ekkert við millifærslu upp á hundruð þúsunda, sem sækjandi málsins spurði hann út í.


Tengdar fréttir

Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás

Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×