Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. mars 2024 19:15 Sjöfn Steinsen segir dagana eftir slysið hafa verið afar erfiða. Vísir/Steingrímur Dúi Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“ Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“
Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira