Innlent

Palestínskar fjöl­skyldur í skýjunum með lang­þráða endur­fundi

Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Asma al Assar er meðal þeirra sem bíða eftirvæntingarfull fjölskyldu sinnar frá Gasa.
Asma al Assar er meðal þeirra sem bíða eftirvæntingarfull fjölskyldu sinnar frá Gasa. Vísir/Vilhelm

Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík.

Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. 

Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús.

„Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann.

„Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“

Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur.

Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar.

„Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×