Handbolti

Sýndu rússíbana Bjögga: Reiði, gleði, virðing á nokkrum sekúndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Pál Gústavsson er engum líkur.
Björgvin Pál Gústavsson er engum líkur. Vísir/Vilhelm

Við Íslendingar þekkjum vel við hinn litríka markvörð Björgvin Pál Gústavsson og skemmtilegt myndband með kappanum birtist á miðlum evrópska handboltasambandsins.

Björgvin Páll átti nokkrar flotta innkomur á nýloknu Evrópumóti í Þýskalandi þar á meðal í leiknum á móti Króötum.

Myndband evrópska sambandsins er frá því þegar króatíski hornamaðurinn Filip Glavas skaut í höfuð Björgvins sem fór í framhaldinu í sannkallaða rússíbanaferð á nokkrum sekúndum.

Fyrst reiddist hann yfir að fá boltann í höfuðið, þá fagnaði hann vel varða skotinu sínu og loks sýndi hann virðingu með því að taka við afsökunarbeiðni Króatans.

Evrópska sambandið segir þetta gott dæmi um af hverju markverðir eru einstakir. Markverðir eru vissulega sér á báti og svo er auðvitað Björgvin Páll algjörlega sér á báti meðal markvarða.

Hér fyrir neðan má þetta myndbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×