Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 14:49 Óskar Bjarni Óskarsson er einn mesti Valsmaður sem fyrirfinnst og vill félagi sínu allt það besta. vísir/Anton „Ég taldi þetta best fyrir Val,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson sem hættir sem aðalþjálfari karlaliðs Vals í handbolta næsta sumar, í þriðja sinn á ferlinum. Hann vill einnig geta fylgt sonum sínum betur eftir í atvinnumennsku erlendis. Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira