Handbolti

Kristján lét að sér kveða þegar sigur­gangan hélt á­fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson er í mjög storu hlutverki hjá liði Skanderborg AGF.
Kristján Örn Kristjánsson er í mjög storu hlutverki hjá liði Skanderborg AGF. Getty/Marco Steinbrenner

Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg AGF ætla að halda sér í toppbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Skanderborg vann sinn þriðja sigur í röð í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka heimasigur á Ringsted, 35-31

Sigurinn skilar liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar.

Kristján Örn var næst markahætur í sínu liði með átta mörk úr fimmtán skotum. Hann átti einnig eina stoðsendingu. Kristján skoraði öll mörkin sín utan af velli.

Morten Hempel Jensen skoraði tveimur mörkum meira eða tíu mörk. Þeir félagar voru í algjörum sérflokki í sóknarleik liðsins.

Skanderborg hafði unnið bæði Nordsjælland og Ribe-Esbjerg í síðustu leikjum sínum.

Ringsted var með jafnmörg stig og liðið fyrir leik kvöldsins og þetta því sterkur sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×