„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 18:45 Það er í nægu að snúast hjá Kristni Harðarsyni, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs HS Orku þessa dagana. Vísir/Ívar Fannar Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“ Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira