„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 18:45 Það er í nægu að snúast hjá Kristni Harðarsyni, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs HS Orku þessa dagana. Vísir/Ívar Fannar Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“ Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira