Innlent

Neyðar­línan komin aftur í gagnið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sími Neyðarlínunnar virkar á ný.
Sími Neyðarlínunnar virkar á ný. Vísir/Vilhelm

Neyðarlínan er komin aftur í gagnið, í hið minnsta símleiðis en enn er unnið að því að koma netspjalli aftur á auk innri kerfa. Þetta segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunar.

Eins og fram hefur komið kom upp bilun í símkerfi Neyðarlínunnar um eittleytið í dag. Þá datt netspjallið einnig út. Gefin voru upp númer í millitíðinni sem fólk gat náð í. Jón Svanberg segir það ekki liggja fyrir á þessari stundu hvað hafi valdið biluninni.

„Þetta var rúmlega klukkustund sem fólk náði ekki í 112. Síðan hafa menn verið alveg á haus og það er komið inn aftur. Núna erum við að koma inn þessum innri kerfum,“ segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×