Innlent

Bilun í símkerfi Neyðar­línunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Netspjall Neyðarlínunnar og 112 liggja niðri sem stendur.
Netspjall Neyðarlínunnar og 112 liggja niðri sem stendur. Vísir/Vilhelm

Bilun er í símkerfi Neyðarlínunnar sem stendur og netspjallið virkar ekki.

Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Verið sé að kanna hvað veldur. 

„Ef fólk nær ekki í gegn þá beinum við á símanúmerin; 864-0112, 849-5320 og 831-1644 .

Vekjum athygli á því að fólk á aðeins að hringja í eftirfarandi númer í ítrustu neyð.

Símanúmerin eru:

  • 864-0112
  • 849-5320
  • 831-1644,“ segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×