Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 9. febrúar 2024 07:01 Úr Pallborðinu í gær. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira