Innlent

Vaktin: Eld­gos hafið við Sundhnúksgíga

Hólmfríður Gísladóttir, Margrét Björk Jónsdóttir, Lovísa Arnardóttir, Atli Ísleifsson, Jón Þór Stefánsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Frá gosstöðvunum við Sundhnúksgíga
Frá gosstöðvunum við Sundhnúksgíga RAX

Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 

  • Skjálftahrina hófst um klukkan 5:40 og eldgos um tuttugu mínútum síðar. 
  • Viðvörunarflautur fóru í gang við Bláa lónið, sem var umsvifalaust rýmt.
  • Lengd gossprungunnar er í kringum þrír kílómetrar.
  • Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg og skemmt heitavatnslögn Suðurnesja.
  • Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi heitavatnsskorts á Reykjanesi.

Sjá má beina útsendingu frá gosinu í spilaranum að neðan. 

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×