Innlent

Um­fangs­mikil lögregluaðgerð í Kópa­vogi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Fjölmennt lið lögreglu kom að aðgerðum í Kópavogi í morgun. Lögregla verst allra frétta af málinu.
Fjölmennt lið lögreglu kom að aðgerðum í Kópavogi í morgun. Lögregla verst allra frétta af málinu. Vísir/Vilhelm

Lögregla verst allra frétta af stórri lögregluaðgerð sem átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun. 

Í samtali við fréttastofu staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að umfangsmiklar aðgerðir hafi átt sér stað um klukkan átta í morgun. Hann segist ekkert geta gefið upp um hvers konar aðgerðir var að ræða en málið sé afar viðkvæmt og miklir rannsóknarhagsmunir undir. 

Aðgerðum á vettvangi er lokið en DV greinir frá því að vettvangur hafi verið innsiglaður með lögregluborða.

Aðspurður segir Eiríkur að lögregla muni hugsanlega gefa frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×