„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 30. janúar 2024 12:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira