Innlent

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald eftir tilefnislausa stunguárás

Margrét Björk Jónsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Maðurinn var stunginn í miðborg Reykjavíkur í gærnótt.
Maðurinn var stunginn í miðborg Reykjavíkur í gærnótt. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn í gærmorgun grunaður um að hafa stungið karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur í síðuna, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gærkvöldi.

 Líðan mannsins sem var stunginn er stöðug að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild. 

Hún segir rannsókn enn á frumstigi en lögregla sé búin að ræða stuttlega við aðila málsins. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan hálf fjögur aðfaranótt laugardags. 

Ungt par hafði þá verið á gangi á Hofsvallagötu við Hringbraut og haft afskipti af karlmanni sem stóð úti á miðri götu. Miðað við fyrstu upplýsingar virðast árásarmaðurinn og árásarþoli ekkert tengjast og árásin svo að segja tilefnislaus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×